Roda Golf

Roda golf sker sig að nokkru leyti úr þeirri ríkulegu golfvallaflóru sem um ræðir á Alicante-svæðinu – en, ákaflega skemmtilegur; völlurinn er staðsettur á Costa Calida, er samhangandi við strandsvæðið þar og glæsilega orlofshúsabyggð.

Ef bóka á rástíma á Roda Golf laugardag, sunnudag eða mánudag þá verður sú fyrirspurn að berast fyrir kl. 14 á föstudegi.

Leiðbeiningar

1. Vinsamlega kynnið ykkur lausa rástíma áður en bókað er hér (linkur á völlinn)
GIS veitir afslátt af auglýstu verði vallarins.
2. Til að bóka rástíma þarft þú að hafa samband við Spánargolf með því að senda email á info@spanargolf.is (ekki hægt að hringja og bóka).
Það sem þarf að koma frá í emailinu:
– Að þú sért að bóka fyrir hönd GIS Icelandic Golf
– Nafn – dagsetning – tími – buggy
3. Þegar rástími er staðfestur færð þú sendan greiðslulink.
4. Þegar greiðsla hefur borist fær þú sendan voucher í emaili sem sýna þarf á vellinum.
Láganna tími

Janúar

,

Júní

,

Júlí

,

Ágúst

,

Desember

Háanna tími

Febrúar

,

Mars

,

Apríl

,

Maí

,

September

,

Október

,

Nóvember

Aðeins innskráðir GIS meðlimir geta séð afsláttarverðin og bókað golfhring á því verði.

Vinsamlegast smelltu á hnappinn til að innskrá þig.


Allir Íslendingar sem kaupa draumaeignina á Spáni í gegnum Spánarheimili fara í Vildarklúbbinn og fá um leið fríaðild að GÍS - Golfklúbbi Íslendinga á Spáni.


Aðeins fyrir Vildarklúbbsmeðlimi Spánarheimila.

Vöruflokkur:
Nánari lýsing

Roda golf sker sig að nokkru leyti úr þeirri ríkulegu golfvallaflóru sem um ræðir á Alicante-svæðinu – en, ákaflega skemmtilegur; völlurinn er staðsettur á Costa Calida, er samhangandi við strandsvæðið þar og glæsilega orlofshúsabyggð. Völlurinn er par 72, hann er 5819 metra langur af gulum teigum, 5244 af rauðum en hönnuðurinn er hinn virti Dave Thomas. Ekki er mikið landslag undirliggjandi í vellinum sjálfum, hann liggur á flatlendi en Thomas hafði þeim mun frjálsari hendur. Þarna eru ýmsar vatnshindranir og ekki vænlegt að spila beint af augum. Hér þarf úthugsað leikskipulag ef menn ætla ekki að lenda í vandræðum og jafnvel djörfung á stundum – ef menn vilja skora. Sennilegt má teljast að hverri kylfu í pokanum verði sveiflað.

Fyrsta holan gefur tóninn. Par fimm hola, um 500 metra löng og þeir högglengri verða strax að gera upp við sig hvort þeir ætli að reyna að fljúga kúlunni yfir glompu hægra megin eða reyna að slá öruggt til vinstri. Annað höggið þarf að vera nákvæmt til að undirbúa innáhögg því flötin er vel vernduð af stórri glompu vinstra megin frá golfaranum séð. Og þannig má áfram telja.

Sjöunda holan er til að mynda spennandi, reyndar fremur ógnvekjandi ef menn eru þannig innstilltir, flötin úti á eyju og um 170 metra löng. Flötin er fyrir framan klúbbhúsið og því dugir ekki að vera feiminn.

Eins og áður sagði tengist völlurinn lúxus-orlofshúsabyggð við ströndina. Klúbbhúsið er í stíl við þetta; á tveimur hæðum og ríkulega búið: Verðlaunaður veitingastaður, verslun, búningsherbergi, gufubað, sturtur og sjónvarpsherbergi. Gestir þurfa ekki að láta sér leiðast á Roda golf.