ADD ANYTHING HERE OR JUST REMOVE IT…
Golfklúbbur Íslendinga á Spáni Golfklúbbur Íslendinga á Spáni
  • Golfvellir
    • Campoamor Golf
    • El Valle Golf
    • Hacienda Del Alamo Golf
    • Hacienda Riquelme Golf
    • La Serena Golf
    • La Torre Golf
    • Las Ramblas Golf
    • Lo Romero Golf
    • Mar Menor Golf – Lokað tímabundið
    • Roda Golf
    • Saurines Golf
    • New Sierra Golf
    • Vistabella Golf
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Innskrá
Menu
Golfklúbbur Íslendinga á Spáni
Hacienda Riquelme Golf
Back to products
La Serena Golf

Hacienda Del Alamo Golf

Víkur nú sögunni að velli sem er draumur högglengri kylfinga. Hér fá menn að viðra sín brautartré, því um er að ræða einn lengsta golfvöll Spánar.

Láganna tími

Janúar, Júní, Júlí, Ágúst, Desember

Háanna tími

Febrúar, Mars, Apríl, Maí, September, Október, Nóvember

Aðeins innskráðir GIS meðlimir geta séð afsláttarverðin og bókað golfhring á því verði.

Vinsamlegast smelltu á hnappinn til að innskrá þig.

INNSKRÁNING MEÐLIMA


Allir Íslendingar sem kaupa draumaeignina á Spáni í gegnum Spánarheimili fara í Vildarklúbbinn og fá um leið fríaðild að GÍS - Golfklúbbi Íslendinga á Spáni.


Aðeins fyrir Vildarklúbbsmeðlimi Spánarheimila.

Vöruflokkur: Golf
Deila með:
  • Nánari lýsing
Nánari lýsing

Víkur nú sögunni að velli sem er draumur högglengri kylfinga. Hér fá menn að viðra sín brautartré, því um er að ræða einn lengsta golfvöll Spánar. Völlurinn er 6,724 metra langur, par 72 og geta þeir kylfingar sem eru með miðlungs eða hærri forgjöf sparað sér drauma um marga fuglana á Hacienda, og alls ekki á hinum löngu par 4 holum vallarins. Þannig er andlegi þátturinn ekki síst mikilvægur hér; að ganga sáttur frá hverri holu með sitt lögskipaða boogie, ef það er tilfellið. Hér kemur í ljós úr hverju menn eru gerðir.

Völlurinn var vígður árið 2006 og hannaður af sjáfum Dave Thomas; hugsaður sérstaklega til að hver kylfingur fái kannað sína getu. Völlurinn liggur um hnetu- og olífutrjáaekrur. Nokkrar tjarnir eru á vellinum og þegar allt leggst saman er útsýnið yfir völlinn og svæðið allt stórkostlegt.

Margar hinna áðurnefndu par 4 hola eru vel varðar með djúpum glompum, fyrir framan og til hliðar við flatirnar þannig að kylfingurinn stendur stöðugt frammi fyrir því vali hvort hann eigi að láta vaða eða leggja upp og treysta á stutta spilið.

Nefna má ýmsar athyglisverðar holur til sögunnar, að telja þær allar upp væri að æra óstöðugan. En kylfingar ættu að hafa 6. holuna í huga sem býður uppá krefjandi upphafshögg og þá er sú 11 minnisstæð, en þar er sérlega vandasamt að nálgast flötina. Og 18. holan er erfið par 5, vatn vinstra megin flatar: Vart hægt að hugsa sér ákjósanlegri aðstæður til að útkljá tvísýna viðureign.

Þá er gaman að geta þess að stjórnendur vallarins hafa náð samkomulagi við sjálfan Miguel Angel Jimenez að vera vallarstarfsmönnum til sérlegrar ráðgjafar. Þetta er keppnis, eins og krakkarnir myndu segja – hátt skrifaður völlur.

Mikið er lagt í æfingasvæði á Hacienda Del Almo vellinum, sex æfingavellir, höggsvæði og tveir púttvellir.

Aðrir golfvellir

Las Ramblas Golf

Hacienda Riquelme Golf

Mar Menor Golf – Lokað tímabundið

Saurines Golf

Vistabella Golf

La Torre Golf

Roda Golf

El Valle Golf

Höfundaréttur 2022 Spánarheimili
Hönnun: Veftorg
  • Menu
  • Categories
  • Golfvellir
    • Campoamor Golf
    • El Valle Golf
    • Hacienda Del Alamo Golf
    • Hacienda Riquelme Golf
    • La Serena Golf
    • La Torre Golf
    • Las Ramblas Golf
    • Lo Romero Golf
    • Mar Menor Golf – Lokað tímabundið
    • Roda Golf
    • Saurines Golf
    • New Sierra Golf
    • Vistabella Golf
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Innskrá
  • Golfvellir
    • Campoamor Golf
    • El Valle Golf
    • Hacienda Del Alamo Golf
    • Hacienda Riquelme Golf
    • La Serena Golf
    • La Torre Golf
    • Las Ramblas Golf
    • Lo Romero Golf
    • Mar Menor Golf – Lokað tímabundið
    • Roda Golf
    • Saurines Golf
    • New Sierra Golf
    • Vistabella Golf
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Innskrá
  • Innskrá / Nýskrá
Karfa
loka
Start typing to see products you are looking for.
Preview
Close