Lo Romero Golf

Lo Romero golfvöllurinn er tiltölulega nýr völlur en hann var opnaður árið 2008. Þetta er nýtískulegur völlur og í boði er, fyrir þá tæknivæddu, að hlaða niður á síma eða iPad sérstöku appi þar sem finna má greinargóðar lýsingar á vellinum og hverri holu fyrir sig.

Ef bóka á rástíma á Lo Romero laugardag, sunnudag eða mánudag þá verður sú fyrirspurn að berast fyrir kl. 14 á föstudegi.

Leiðbeiningar

1. Vinsamlega kynnið ykkur lausa rástíma áður en bókað er hér (linkur á völlinn)
GIS veitir afslátt af auglýstu verði vallarins.
2. Til að bóka rástíma þarft þú að hafa samband við Spánargolf með því að senda email á info@spanargolf.is (ekki hægt að hringja og bóka).
Það sem þarf að koma frá í emailinu:
– Að þú sért að bóka fyrir hönd GIS Icelandic Golf
– Nafn – dagsetning – tími – buggy
3. Þegar rástími er staðfestur færð þú sendan greiðslulink.
4. Þegar greiðsla hefur borist fær þú sendan voucher í emaili sem sýna þarf á vellinum.
Láganna tími

Janúar

,

Júní

,

Júlí

,

Ágúst

,

Desember

Háanna tími

Febrúar

,

Mars

,

Apríl

,

Maí

,

September

,

Október

,

Nóvember

Aðeins innskráðir GIS meðlimir geta séð afsláttarverðin og bókað golfhring á því verði.

Vinsamlegast smelltu á hnappinn til að innskrá þig.


Allir Íslendingar sem kaupa draumaeignina á Spáni í gegnum Spánarheimili fara í Vildarklúbbinn og fá um leið fríaðild að GÍS - Golfklúbbi Íslendinga á Spáni.


Aðeins fyrir Vildarklúbbsmeðlimi Spánarheimila.

Vöruflokkur:
Nánari lýsing

Lo Romero golfvöllurinn er tiltölulega nýr völlur en hann var opnaður árið 2008. Þetta er nýtískulegur völlur og í boði er, fyrir þá tæknivæddu, að hlaða niður á síma eða iPad sérstöku appi þar sem finna má greinargóðar lýsingar á vellinum og hverri holu fyrir sig.

Völlurinn er staðsettur í grennd við Costa Blanca Strandlengjuna og Costa Calida strendurnar. Hönnuðir eru þeir Jorge Gallén og Enric Soler, völlurinn er par 72, 6061 metrar að lengd. Þeir Gallén og Soler leggja uppúr því að kylfingarnir fái að reyna sem flestar kylfur í pokanum, og það gera þeir með úthugsaðri staðsetningu á fjölmörgum glompum vallarins sem og tjörnum. Völlurinn er ákaflega fallegur og við brautirnar má sjá appelsínu- og sítrónutré.

Fyrri níu holurnar taka mjög mið af landslaginu en seinni holurnar eru hins vegar „hannaðar“; eða manngerðar. Þar sem Lo Romero er staðsettur þetta nærri hafi má gera ráð fyrir því að hafgola geti haft áhrif á leik.

Þekktasta hola vallarins og þó víðar væri leitað, einkennisholan sjálf, er sú 18. Brautin býður uppá ýmsar hættur, runna og glompur og og allan tímann blasir við áskorunin sjálf; flötin sem er eyja í tjörn. 356 metrar af gulum teig en 302 af þeim rauða. Þarna þurfa golfarar að hafa hausinn í lagi. Þeir högglengri og djarfari eiga möguleika á að ná inná flöt í tveimur höggum en þeir sem eru styttri gera best í því að leggja upp í öðru höggi og eiga þá stutt högg að holu, yfir vatnið.