Aðeins er hægt að nota eitt gjafabréf við hverja bókun upp í gistingu, bílaleigu, golf eða aðra þjónustu Spánarheimila og er andvirði þess dregið frá heildarupphæð. Gjafabréf fæst ekki endurgreitt, en ef andvirðið er hærra en miðaverð áttu mismuninn inni. Passaðu vel uppá gjafabréfið. Það er ekki rekjanlegt og fæst ekki endurútgefið ef það glatast.
Athugaðu að gjafabréfið er ekki hægt að nota sem greiðslu gegn aukaþjónustu sem er bætt við upprunalega bókun.
Ekki er hægt að framlengja gildistíma gjafabréfs og bóka þarf þjónustu áður en það rennur út.
Hafðu samband á info@spanarheimili.is ef þú vilt fá frekari upplýsingar.