Frétt

Lækkun á flugverði

Í gærdag tilkynnti lágfargjaldaflugfélagið Norwegian að þeir munu frá og með 5.júní næstkomandi hefja beint áætlunarflug á milli Keflavíkur og Alicante. Núna í vetur hefur Norwegian verið með beint flug á milli Barcelona annars vegar og Madridar hins vegar beint til Íslands og því er hér um hreina viðbót að ræða. Þeir munu fljúga tvisvar sinnum í viku beint á milli Íslands og Alicante og það alveg út október. Ódýrasta flugverðið hjá Norwegian er 99,90 evrur á hverri flugleið eða rétt um kr. 11.500 aðra leiðina. Töskugjaldið er ekki nema 18 evrur eða kr. 2.100 og en þá má flugfarþegi skrá inn eina tösku sem er 20 kg að þyngd. Það er nokkuð ljóst að þessi valkostur á flugleiðinni Keflavík-Alicante-Keflavik er ekkert annað er stórkostleg viðbót þá valkosti sem hafa hingað til verið í boði en flugfélögin sem fljúga fyrir á þessarri flugleið, Wowair og Primeraair, hafa ekki hingað til geta boðið fargjöld sem þessi sem Norwegian bjóða nú.

Back to list

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.