Frétt

Metfjöldi ferðamanna

Í nýliðinni viku birti Ferðamálaráð Spánar tölur þess efnis sem sýna svo ekki verði umvillst að algjört met var slegið í komu ferðamanna til Spánar árið 2017. Hvorki meira né minna en rúmlega 70 milljónir manna komu sem ferðamenn til Spánar og um 20% þeirra eða um 12 milljónir gistu á hótelum eða í hótelíbúðum. Samkvæmt þeim tölum voru því um 56 milljónir ferðamanna sem gistu í sínum eigin eignum eða hjá vinum eða skyldfólki. Komu ferðamanna fjölgaði alls staðar á Spáni en þó mismikið eftir héruðum eða sýslum. Ferðamönnum til Valencia sýslu og Alicante héraðs fjölgaði þó mest eða tæp 17%. Ferðamálafrömuðir eru mjög bjartsýnir á árið 2018 og reikna með enn meiri aukningu árið 2018.

Back to list

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.